Upplifun fyrir sælkera

Ef þú ert sannur matgæðingur og ert að leita að fullkomnu borgarfríi til að kynna þér matargerðina sem er í boði er óþarfi að leita lengra. Njóttu ljúffengrar heimsóknar á eitt af hótelum okkar í Bretlandi þar sem þú munt njóta sælkeraupplifunar á okkar frábæru veitingastöðum. Tilvalin leið til að verja kvöldinu eftir að hafa skoðað borgina um daginn.

Sælkeraupplifun okkar fylgir:

  • Kvöldverður fyrir tvo 
  • Einnar nætur dvöl 
  • Ljúffengt morgunverðarhlaðborð 

Fáðu allt að 15% afslátt af besta fáanlega verðinu okkar fyrir Radisson Rewards-meðlimi. Ekki enn meðlimur? Taktu þátt núna!

Park Plaza Westminster Bridge London 

Njóttu franskrar matarupplifunar á Brasserie Joël með dvöl þinni á Park Plaza Westminster Bridge London, þar sem framreiddur er matseðill í brasserie-stíl með hágæðahráefni. Nútímalegur og ósvikinn matseðillinn er ætlaður til að kitla bragðlaukana. Í boði þriðjudaga – laugardaga frá 17:00 til 21:45. 

Park Plaza London Riverbank

Bókaðu dvöl þína á Park Plaza London Riverbank og heimsæktu hinn margverðlaunaða Chino Latino, sem býður upp á fjölbreytta asíska rétti með taumlausu og framandi bragði. Hvort sem þú ert að leita að sushi, dim sum eða sashimi býður Chino upp á mikið úrval af ljúffengum réttum.

Park Plaza London Waterloo 

Florentine Trattoria býður upp á glaðlegan ítalskan matseðil með klassískum réttum og pítsum eftir pöntun. Fullkominn fyrir fjölskyldu og vini, staðsettur í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá Lower Marsh og Waterloo í hinu vinsæla hverfi South Bank í London.

Park Plaza County Hall

Atrio Restaurant and Bar er fullkominn staður til að heimsækja þegar gist er í Park Plaza County Hall. Nálægðin við nokkra helstu ferðamannastaði London er aðeins lítill hluti af aðdráttarafli hans - sem er að reiða fram nútímalega rétti með fersku Miðjarðarhafsívafi.

Park Plaza London Victoria

Veitingastaðurinn TOZI í Park Plaza London Victoria er undir feneyskum áhrifum og þar fá allir gestir að kynnast ósviknum ítölskum mat. Hann sækir innblástur til hinnar afslöppuðu feneysku matarhefðar Cicchetti, svo þú mátt búast við ljúffengum réttum úr besta mögulega hráefni, frá ravíólí með ricotta-osti úr vísundamjólk og svörtum trufflum til túnfisktartars með eldpipar, súraldini og klettasalati.

Park Plaza Park Royal 

Westway býður upp á úrval af klassískum, bragðgóðum réttum með nútímalegu ívafi, sem framreiddir eru í notalegu og afslappandi umhverfi. Veldu úr úrvali af pítsum, hamborgurum og samlokum, salötum eða klassískum réttum eins og BBQ-rifjum eða fisk og frönskum. Kórónaðu það svo með sætu góðgæti; karamellubúðing, crème brûlée, súkkulaðiköku eða hverju sem hugurinn girnist. 

Holmes Hotel London 

Kitchen at Holmes er staðsett við Baker Street í hjarta Marylebone og býður upp á ljúffengan árstíðabundinn a la carte matseðil bæði á veitingastaðnum og barnum. Matseðillinn einkennist af bræðingi nútímalegrar evrópskrar matargerðar og Miðjarðarhafsmatargerðar, sem gæðir rétti frá landi og legi lífi.

Park Plaza Nottingham 

Bókaðu dvöl þína á Park Plaza Nottingham og heimsæktu hinn margverðlaunaða Chino Latino, sem býður upp á fjölbreytta asíska rétti með taumlausu og framandi bragði. Hvort sem þú ert að leita að sushi, dim sum eða sashimi býður Chino upp á mikið úrval af ljúffengum réttum. Opinn miðvikudaga til laugardaga. 

Park Plaza Leeds 

Bókaðu dvöl þína á Park Plaza Leeds og heimsæktu hinn margverðlaunaða Chino Latino, sem skartar matseðli sem blandar asískri og rómanskri matargerð fullkomlega saman. Hvort sem þú ert að leita að sushi, sashimi eða taquitos býður Chino upp á mikið úrval af ljúffengum réttum. Opinn föstudags- og laugardagskvöld.

Bókaðu núna fyrir dvalir fram að 30. desember 2024, fyrir 2 gesti, þ.m.t. VSK, án borgarskatta.

Farðu í stafrænt!

Innritun, herbergislykill, matarpantanir, spjall, útritun, úr hvaða tæki sem er. Kynntu þér málið betur hér.

Skoða áfangastaðina okkar

London

frá á nótt
frá á nótt
frá á nótt
frá á nótt
frá á nótt
frá á nótt
frá á nótt

Nottingham

frá á nótt

Leeds

frá á nótt
Tilboðið er ekki lengur í boði fyrir þetta land.

  • Sælkeraupplifunin felur í sér kvöldverðarbókun sem gildir fyrir að hámarki 2 gesti á völdum veitingastað, drykkir undanskildir. Ef þú dvelur í margar nætur er kvöldverður innifalinn á hverju kvöldi. 
  • Vinsamlegast tilgreindu klukkan hvað þú vilt panta borð í reitnum „athugasemdir“ hér fyrir neðan þegar þú bókar.
  • Ef um mörg kvöld er að ræða skaltu tilgreina fyrir hvert kvöld. 
  • Verðið á sælkeraupplifunarpakkanum er alltaf miðað við herbergi fyrir hverja nótt. 
  • Matseðillinn verður annaðhvort staðlaður matseðill veitingahússins og/eða upphæð sem dregst af kostnaðinum við máltíðina. 
  • Að fullu sveigjanlegt allt að 72 klukkutímum fyrir komu. 
  • Ef um er að ræða afbókun með skemmri fyrirvara og ef ekki er mætt verður innheimt fyrir 1 nætur dvöl. 
  • Bókun þarf að vera gerð með minnst 3 daga fyrirvara. 
  • Daglegur morgunverður innifalinn 
  • Allt að 15% afsláttur af besta fáanlega verðinu okkar fyrir Radisson Rewards-meðlimi 
  • Safnaðu Radisson Rewards-punktum með þessu verði 
  • Tilboð er hægt að bóka til 30. desember 2024
  • Gildir fyrir dvalir til 30. desember 2024
  • Sumar dagsetningar eru ekki í boði 
  • Má ekki nota í bland við önnur tilboð eða kynningartilboð. 
  • Handhafi kreditkorts verður að leggja fram kreditkortið sem notað var fyrir bókunina við komu 
  • Verð innifelur VSK 
  • Gildir á öllum Park Plaza hótelum í Bretlandi